Skilalýsing

Suðurhella 12 er 5 hæða fjölbýlishús í Hafnarfirði.

  • Suðurhella 12 er samtals 27 íbúðir.
  • Hverri íbúð fylgir sérgeymsla samanber teikningar.
  • Aðkoma að 2. herbergja íbúðum er um stigahús og aðkoma að 3. og 4. herbergja íbúðum er um svalaganga.
  • Lóð og bílastæði eru sameiginleg með Suðurhellu 14, 16, 18 og 20.

Byggingaraðili: ÞBF ehf.
Aðalverktaki: Þórsþing ehf. / Heimaás ehf.
Aðalhönnuður: Teiknistofan 
Burðarþolshönnun: Vektor ehf. 
Lagnahönnun: Vektor ehf. 
Raflagnahönnun: Tækniþjónustan ehf. 
Lóðarhönnun: Teiknistofan Storð hef.

Gólfefni

  • Gólfefni íbúða er harðparket með hljóðdempandi undirlagi á anddyri, eldhúsi, stofum, herbergjum og göngum.
  • Gólf í votrýmum eru flísalögð.

Veggir

  • Innveggir eru ýmist staðsteyptir eða gifsplötuklæddir blikkveggir einangraðir með steinull.
  • Steyptir veggir milli íbúða er 200 mm þykkir til að uppfylla kröfur umhljóðvist.
  • Í votrýmum er veggir ýmist vatnsvarðar gifsplötur eða „Viroc“ plötur.
  • Allir veggir og loft eru slétt sparslaðir og málaðir.
  • Sparsl og málning í votrýmum eru raka og vatnsþolin.
  • Innveggir þar sem innréttingar koma á er 12 mm krossviður í stað innri gifsplötu til að tryggja skrúfuhald.
  • Veggir eru grunnaðir og málaðir með tveimur yfirferðumaf akrýlmálningu.

Loft

  • Steypt loft eru slétt sandspörsluð.
  • Loft eru grunnuð og máluð meðtveimur yfirferðum af plastmálningu, gljástig 2 eða sambærilegt.
  • Loft og veggir í baðherbergjum og þvottahúsum eru máluð meðviðurkenndri votrúmsmálningu.

Hurðir

  • Innihurðar eru yfirfelldar, sléttar og hvítalakkaðar.

Fataskápar

  • Fataskápar eru í herbergjum og forstofu. Þeir koma frá Axis.
  • Sýnilegar hliðar og hurðir í fataskápum er Atlas Oak 0H851 W06(Melamín).

Þvottahús

  • Gólf eru flíslaögð. Flísar eru 600*600 mm.
  • Tengingar eru fyrir þvottavél og þurrkara, gert er ráð fyrir barkalausumþurrkara.

Eldhús

  • Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð af vandaðri gerð frá Axis ásamt vaski og blöndunartækjum frá Tengi. Sýnilegar hliðar, skúffur og hurðir í eldhúsi er Atlas Oak 0H851 W06(Melamín).
  • Borðplötur eru harðplastlagðar með slitsterku plasti og kantlímdar með plasti.
  • Ath. hér er ekki ráðlegt að leggja heita hluti beint á borðplöturnar, heldur nota hitaplatta eða sambærilegt.
  • Með íbúðunum fylgir spanhelluborð, ofn með blæstri frá AEG og gufugleypi af gerðinni Airforce. Öll eldhústæki eru frá Ormsson.

Baðherbergi

  • Gólf eru flísalögð og veggir að hluta. Flísar eru 600*600 mmfráBirgisson.
    Innrétting er frá Axis. Sýnilegar hliðar, skúffur og hurðir í baðherbergi er Atlas Oak 0H851 W06(Melamín).
  • Borðplötur eru harðplastlagðar með slitsterku plasti og kantlímdar meðálímingum úr plasti.
  • Í baðherbergjunum er ýmist speglaskápur eða spegill, handlaug ogblöndunartæki í borðplötu, vegghengd salerni, handklæðaofn ogglerskilrúmi við sturtu.
  • Niðurföll eru í gólfum þ.e. öryggisniðurfall og niðurfall í sturtu.
  • Öll hreinlætistæki eru frá Tengi. Baðherbergi og þvottahús er í sama rými í 2. herbergja íbúðum

Geymsla

  • Öllum íbúðum fylgir geymsla á fyrstu hæð.
  • Gólf málað.

Hitakerfi

  • Íbúðir eru hitaðar upp með hefðbundnu ofnakerfi, stigahús, sameign og geymslugangar sömuleiðis.
  • Ofnar eru af tegundinni Brugman fá Ofnasmiðju Suðurnesja (BYKO).

Vatns- og þrifalagnir

  • Vatns, ‐ og þrifalagnir eru frágengnar skv. teikningum.

Loftræstikerfi

  • Sérstakt loftræstikerfi er fyrir hverja íbúð.
  • Kerfið hefur loftskipti í íbúðinni með því að taka loft að utan og dælaþví inn í vistarverurnar, herbergi og stofu, og soga lofti út úr baði, þvottahúsi og eldhúsi.
  • Kerfið er með endurvarmvinnslu og nýtir við bestu aðstæður 80% af varmanum.
  • Kerfið er með síum og er allt loft sem kemur inn síað.
  • Ekki á að vera þörf á að opna glugga í íbúðinni til loftunar.

Rafmagnslagnir

  • Rafmagn verður fullfrágengið samkvæmt teikningu.
  • Litur tengla og rofa verður hvítur.
  • Reykskynjari verður í hverri íbúð.

Klæðning og einangrun

  • Útveggir á 1. hæð eru staðsteyptir 200 mm, múrhúðaðir og málaðir að utanverðu, að innan eru útveggir 1. hæðar einangraðir með 100 mm EPS plasteinangrun og múrhúðaðir undir sparsl og/eða málningu.
  • Útveggir 2. til 5. hæðar eru staðsteyptir 200 mm einangraðir með 100 mm steinull og klæddir með álklæðningu.
  • Ráðandi klæðning er standandi bára í RAL9006 en stigahús, andyri, inni á svölum, inni á svalagöngum og að hluta til á sitthvorri hlið hússins kemur slétt 2 mm álklæðning í lit D 395 MX (græntóna).
  • Vatnsbretti og gluggaáfellur verða í sama lit og gluggar (RAL7016).

 

Þak

  • Þakplata er steypt með sléttu yfirborði og steypt í halla að niðurföllum.
  • Á þakplötu er rakavarnarlag 0,2mm þolplast, Tvö lög af EPS þakeinangrun 25 kg/m3.
  • Ofan á einangrunina kemur glerfilt 120 g/m2 og svo þakdúkur.
  • Þakdúkur er Sarnafil G 1.6 mm PVC-dúkur „SIKA“ eða sambærilegt.
  • Ofan á þakdúk er 10 – 12 cm malarlag með steinastærð 40-80 mm. Niðurföll eru af gerðinni „SITA“ eða sambærileg með innsteyptum PVC dúk.
  • Ofan á niðurföllum er álristar.

 

Gluggar

  • Gluggar eru ál-trégluggar festir í veggi eftir steypu. Álhluti að utan í lit RAL7016 og tré að innan í lit RAL9010.
  • Gler er tvöfalt K-gler (U-gildi 2,0 W/m2) á öllum hliðum hússins.
  • Allir gluggar uppfylla viðkomandi IST-staðal.
  • Ábyrgð framleiðanda er samkvæmt skilmálum Rationel gluggaframleiðanda og er Húsasmiðjan umboðsaðili fyrir gluggana.
  • Gluggar koma glerjaðir.
  • Við kaup íbúðar yfirtekur/taka kaupandi/kaupendur ábyrgð framleiðand.

 

Lóð

  • Suðurhella 12 myndar eina heild með lóðunum nr. 12-20 við Suðurhellu.
  • Lóðin liggur á horni Suðurhella og Krísuvíkurvegar annars vegar og markast af óhreyfðu landi til suðurs og vesturs.
  • Lóðirnar eru tengdar innbyrðis með göngustígum, grassvæðum og bílastæðum.
  • Aðkoma er á tveimur stöðum, frá Suðurhellu úr vestri við Suðurhellu 12 og Suðurhellu nr. 16.
  • Bílastæðasvæðið næst Suðurhellu 12 er með 39 bílastæðum.
  • Gróðursett verður meðfram allri lóðinni með lágvöxnum runnum sem verður plantað þétt og skulu hvergi ná meiri hæð en 1,0 m, til viðbótar þeim skal plantað einstökum birkitrjám.
  • Einnig verða ker á lóðinni með sígrænum plöntum (tegundir eins og bergfura, skriðmispill og hélurifs).

 

Íbúðargangar, lyftuhús og stigahús

  • Lyfta að 5. hæð er staðsett í göngum að íbúðum.
  • Stigahús tengist hverri hæð og er sér eining/eldhólf í húsinu.
  • Steyptir innveggir eru hreinsaðir, slípaðir og málaðir.
  • Póstkassar eru í anddyri.
  • Anddyri stigahúss er flísalagt, stigahús teppalagt og forrými lyftuhúss teppalagt.
  • Gólf í geymslum er máluð með gólfmálningu.
  • Raflögn í sameign er frágengin samkvæmt teikningum.

 

Lyfta

  • Fólkslyfta í húsinu er af gerðinni Schindler 3000 frá Héðni ehf.

 

Hjóla- og vagnageymslur

  • Hjóla‐ og vagnageymsla og lagnainntök vatns eru í sérrými á 1. hæð.
  • Veggir að innan eru hreinsaðir, slípaðir og málaðir, gólfflötur er málaðurmeð gólfmálningu.

 

Bílastæði

  • Bílastæði eru sameiginleg húsanna nr. 12 – 20.
  • Ákvæði deiluskipulags um bílastæði er uppfyllt þ.e. 1 bílastæði fyrirhverja íbúð undir 80 m2 og 2 bílastæði fyrir íbúðir yfir 80 m2.
  • Lagnaleiðir verða fyrir mögulega rafhleðslutengingu.

 

Sorp og djúpgámar

  • Sorpaðstaða er sameiginleg fyrir Suðurhellu 12 – 20. 5 m3 djúpgámarfyrir fjórflokkun er komið fyrir innan lóðar við götu við hvert hús.
  • Snjóbræðsla er að sorpgámum.
  • Viðmið Hafnarfjarðarbæjar varðandi djúpgáma og flokkun sorps eruppfyllt.

 

 

 

  • Seljandi áskilur sér rétt til að láta breyta teikningum á byggingartímanum á samráði við arkitekta og hönnuði að fengnu leyfi byggingaryfirvalda sé þess þörf vegna tæknilegra útfærslna.
  • Kaupendur skulu hafa það í huga að ekki er leyfilegt að skerða burðarþol byggingarinnar.
  • Eigendur gætu þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í eignina og fylgjast með niðurföllum í þvottahúsi, baðherbergjum og á svölum.
  • Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum svo þau festist ekki.
  • Við afhendingu skal kaupandi skoða eignina ítarlega. Ef einhverjir ágallar finnast skal kaupandi, áður en hann hefur framkvæmdir í eigninni, afhenda fulltrúa ÞBF ehf. undirritað eyðublað þar sem þessir ágallar eru taldir upp.
  • Varast ber að setja plastfilmu eða merkingu á gler eða setja gardínur þétt að gleri vegna rakamyndunar og sprunguhættu.
  • Aðalhurðir verður að fylgjast vel með og umgangast þannig að engar þvinganir verði við umfang þeirra. Reglulegt viðhald hurðanna er nauðsynlegt.
  • Eigendur gera sér grein fyrir því að í geymslu og þvottahúsi geta verið lagnir í loftum og á veggjum sem eru nauðsynlegar vegna lagnaleiða hússins.